Trúði því að Nessie væri til

Fræg mynd af Nessie.
Fræg mynd af Nessie.

Lögreglustjóri Inverness-sýslu í Skotlandi trúði því statt og stöðugt á fyrri hluta síðustu aldar að skrímslið í Loch Ness væri til. Þetta kemur fram í bréfi sem lögreglustjórinn sendi breskum ráðherra árið 1938 en birt var opinberlega í gær.

William Fraser, lögreglustjóri, skrifaði aðstoðarráðherra Skotlandsskrifstofu breska stjórnarráðsins bréf þar sem hann lýsir áhyggjum af því að lögreglan geti ekki verndað skepnuna í vatninu fyrir veiðimönnum. 

„Það er skrítin skepna í vatninu, á því virðist enginn vafi leika. En það er vafasamt að lögreglan hafi afl til að vernda hana."

Fimm árum áður hafði verið lögð fram fyrirspurn í breska þinginu þar sem stjórnvöld voru spurð hvort vísindaleg rannsókn verði látin fara fram á því hvort skrímsli eða sæslanga væri í Loch Ness. Margir töldu sig hafa séð slíka skepnu og óskýrar myndir, sem sagðar voru sýna skrímslið, höfðu birst í tímaritum og blöðum.  

Ráðherrar og embættismenn voru fullir efasemda en lagt var til, að „traustir eftirlitsmenn" sem gætu tekið ljósmyndir, yrðu á verði meðfram vatninu.  Einnig var lagt til að vatnið yrði skoðað úr lofti. Markmiðið var fyrst að ganga úr skugga um hvort skrímslið væri til og ef svo væri, að ná því lifandi.

Á endanum var niðurstaðan sú, samkvæmt skjölum sem birt voru í gær, að það væri í þágu almennings að leyfa skrímslinu að vera í vatninu, ef það fyndist.  Skrímslaveiðimenn víðsvegar að úr heiminum voru hins vegar annarrar skoðunar og flykktust að vatninu í þeirri von að geta veitt Nessie, eins og skrímslið var kallað.

Íbúum við vatnið leist ekki á blikuna og lýstu þeirri skoðun við  lögreglustjórann og aðra að stjórnvöld ættu að grípa í taumana og vernda skrímslið fyrir veiðimönnum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar