Elta óðan fíl

Veiðimenn og sérfræðingar elta nú fílstarf í suðurhluta Indlands. Talið er að fíllinn hafi drepið 12 fílskýr þegar þær vildu ekki maka sig.

Blaðið The Times of India segir, að 15 manna hópur hafi fengið það hlutverk að veiða fílinn, sem nefndur er Alpha, en hann hefur gengið laus í frumskógum Kerala undanfarin þrjú ár.  

Átta fílskýr fundust dauðar á svæðinu á fyrri hluta síðasta árs. Rannsókn leiddi í ljós, að þær höfðu verið reknar á hol og að sama karldýrið hefði verið að verki. Tvær kýr hafa fundist dauðar á þessu ári og vitað er um tvær til viðbótar, sem talið er að Alpha hafi drepið.

Talið er að ástæðan fyrir þessari hegðun fílsins sé, að hann sé með of mikið magn af testósterón hormón en það getur valdið árásargirni. Sérfræðingar segja, að saga þurfi framan af tönnum fílsins en fyrst þarf að ná honum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir