Hringavitleysa sjóarans með ökukortið

Sjóarinn sigldi í strand þegar báturinn varð eldsneytislaus. Myndin er …
Sjóarinn sigldi í strand þegar báturinn varð eldsneytislaus. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Breskar björgunarsveitir urðu að koma manni til hjálpar sem lenti í vandræðum þegar báturinn hans varð eldsneytislaus. Maðurinn hélt að hann væri að sigla meðfram suðurströnd Englands. Annað kom hins vegar á daginn.

Það kom í ljós að maðurinn hafði siglt hvern hringinn á fætur öðrum í kringum eyju, sem er við mynni árinnar Thames.

Sjóarinn var ekki með nein sjókort eða staðsetningarbúnað meðferðis heldur ökukort sem hann reyndi að fylgja eftir. Hann ætlaði að sigla frá Gillingham, sem er um 55 km austur af London, til Southampton 19. apríl sl. með því að fylgja eftir suðurströndinni

Þetta gekk hins vegar ekki eftir. Þess í stað sigldi hann óteljandi hringi um eyjuna, sem er um 100 ferkílómetrar að stærð. 

Björgunarbátur og skip frá landhelgisgæslunni fóru til að aðstoða manninn sem strandaði þegar eldsneytið kláraðist. Þegar þeir spurðu hann hvað hefði gerst þá sagði hann þeim alla sólarsöguna. Hann ætlaði bara að fylgja eftir strandlengjunni, sem hann sá á hægri hönd, og komast þannig á leiðarenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson