Geyma föt í bakaraofninum

00:00
00:00

Hús­næðis­verð í New York er með því hæsta sem ger­ist í heim­in­um. Millj­ón­ir búa í borg­inni en plássið er víða tak­markað. Því hafa sum­ir brugðið upp á ansi ný­stár­leg­ar aðferðir við að geyma föt og aðra muni. Með því að nota eld­hús­skápa og bak­ara­ofna.

„Staðan er ein­fald­lega þessi. Ég á meira af fatnaði en ég hef af plássi,“ seg­ir hönnuður­inn og blogg­ar­inn Zand­lie Blay.

Neyðin kenn­ir naktri konu að spinna eða í þessu til­viki buxna­skjóna að geyma öll föt­in sín. Blay varð því að for­gangsraða og í henn­ar til­viki voru mörg eld­húsáhöld kvödd í nafni tísk­unn­ar. Þar kem­ur ofn­inn til sög­unn­ar.

„Ég elda ekki, en ég á föt. Því er al­veg eins gott að geyma þau inni í eld­hús­inu. Og til að það gæti orðið að veru­leika þá varð ég að losa mig við ís­skáp­inn minn. Þá bað ég hús­vörðinn um að taka ofn­inn úr sam­bandi, og svo varð ég bara að hætta að nota vaskinn,“ seg­ir Blay í viðtali við Reu­ters.

Þetta eru mjög rót­tæk­ar breyt­ing­ar í hug­um margra, en Blay er ekki eini New York bú­inn sem hef­ur þurft að grípa til slíkra ráða.

Jim Caru­so hef­ur einnig breytt bak­ara­ofn­in­um sín­um í fata­skáp. „Ég elda alls ekki, sem er eitt­hvað sem ég tel að sé ekki óvana­legt hér í New York. Einn dag­inn horfði ég á ofn­inn og hugsaði með mér: Þetta er sniðugt. Þarna eru hill­ur. Þá er ljós þarna inni, og það er hægt að taka hill­urn­ar út og setja þær aft­ur inn. Hvað myndi ger­ast ef ég myndi setja peys­urn­ar þangað inn?“ Og þarna hafa þær verið. Þetta er hin full­komna lausn,“ seg­ir Caru­so.

Meðal­verð á hús­næði í New York er um 130 millj­ón­ir króna, eða um 1 millj­ón doll­ara. Leiga á stúd­íó­í­búð kost­ar til að mynda á bil­inu 1300-3000 dal­ir (um 167.000 til 390.000 kr.) á mánuði.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir