Hvorki borðað né drukkið í 70 ár

Indverskur karlmaður á níræðisaldri er til rannsóknar lækna en sá segist hvorki hafa snætt matarbita né drukkið vökvadropa í yfir sjötíu ár. Maðurinn sem er 82 ára og heilsuhraustur segist fá næringu sína frá Ambu, einni af gyðjum hindúa. Hann hefur verið undir eftirliti í um tvær vikur.

Maðurinn, Prahlad Jani, hefur áður verið til rannsóknar lækna. Árið 2003 varði hann tíu dögum undir eftirliti og fékk aðeins 100 millilítra af vatni á dag sem Jani notaði sem munnskol. Til að tryggja að Jani hefði ekki drukkið dropa var vatnið mælt fyrir og eftir notkun hans. Jani léttist lítillega þann tíma sem hann var undir eftirliti og vakti það grunsemdir  um sannsögli hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar