Ómerktir sígarettupakkar

Ástralar ætla að beita nýstárlegum aðferðum í baráttunni gegn reykingum. Stjórn landsins hefur kynnt nýtt lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir því að banna allar merkingar á sígarettupökkum aðrar en viðvörun um að reykingar séu hættulegar. 

Verði frumvarpið að lögum verða sígarettur seldar í einföldum og ómerktum pökkum frá og með árinu 2012 og á þeim verða ekki merkingar frá tóbaksframleiðendum.

„Sígarettur eru ekki svalar, sígarettur drepa fólk," sagði Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu. „Þess vegna þarf ríkisstjórnin ekkert að biðjast afsökunar á þessum aðgerðum. Ég veit að tóbaksfyrirtækin munu berjast hatrammlega gegn þessu. En við teljum að þetta og aðrar aðgerðir muni draga úr reykingum og þess vegna höldum við áfram."

Tóbaksfyrirtækið Imperial Tobacco Australia sagðist myndu reyna að hindra að frumvarpið yrði að lögum þar sem það skaðaði viðskiptahagsmuni þess því     neytendur geti ekki lengur greint á milli vörumerkja.  

Nicola Roxon, heilbrigðisráðherra, sagði við sjónvarpsstöðina ABC, að frumvarpið yrði vandað til að tryggja að engin lagaleg göt yrðu á því. Hún sagði að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefði hvatt lönd til að íhuga aðgerðir af þessu tagi. Tóbaksfyrirtækin myndu án efa bregðast hart við en það hefðu þau einnig gert þegar bannað var að auglýsa tóbak og bannað að reykja á opinberum stöðum og í veitingahúsum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir