Tók upp salernisferðir viðskiptavina

Myndin tengist fréttinni óbeint.
Myndin tengist fréttinni óbeint.

Spænskur hárgreiðslumaður var handtekinn nýverið í Sevilla eftir að myndbandsupptökuvél fannst inni á salerni hárgreiðslustofu hans. Maðurinn hafði um mánaðaskeið tekið salernisferðir viðskiptavina upp, hlaðið inn á tölvu sína og talað yfir myndböndin. Þau rötuðu þó ekki á Veraldarvefinn.

Lögreglu barst ábending frá konu sem lét skerða hár sitt á stofu mannsins. Tók hún eftir myndbandsupptökuvélinni á milli krukka inni á salerninu og lét þegar í stað vita. Lögreglumenn réðust inn á stofuna og handtóku hárgreiðslumanninn.

Maðurinn bar við að hafa sett upp myndbandsupptökuvélina til að koma í veg fyrir þjófnað á hárgreiðslustofunni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum fundi lögregla myndbönd af bæði ungum stúlkum og eldri konum, sumar höfuð átt viðskipti við stofuna í mörg ár. Sextán þeirra munu sækja manninn til saka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir