Dreymir þig um námsgráðu? Til að mynda doktorsgráðu. Ef svo er þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig.
Yusuf al-Harthy, sem er þekktur fyrir draumráðningar sínar í Sádí-Arabíu, er að stofna námsstofnun þar sem boðið verður upp á háskólagráður, hvor heldur sem það er BA/BS, MA/MS eða doktorsgráðu í draumum og sýnum, samkvæmt frétt Al-Hayat dagblaðsins í dag.
Að sögn Harthy eru draumráðningar eðlislæg leið til þess að leiðbeina fólki. Hann heldur úti vefsvæði þar sem hann ræður drauma og segir nýja skólann verða tengdan arabískum háskóla án þess að nefna skólann.