Kínverskur karlmaður mátti dúsa fastur í botnleðju í ellefu klukkustundir um helgina þar sem hann skammaðist sín svo að hann gat ekki hugsað sér að hringja eftir hjálp. Hafði maðurinn ákveðið að fá sér sundsprett í Changjiang ánni að næturlagi og varð fyrir því óhappi að sitja fastur í leðju árinnar.
Á vef Orange kemur fram að Xiao Chen, 25 ára málari, hafi ekki getað hugsað sér að láta nokkurn mann sjá sig við þessar aðstæður. Það var ekki fyrr en veiðimenn urðu hans varir að honum var komið til hjálpar. Tók björgunin sjö klukkustundir en hefði væntanlega tekið styttri tíma ef hann hefði tekið það í mál að fara úr buxunum.
Hér er hægt að sjá mynd frá björguninni