Clinton í lottóvinning

Hillary Clinton og Bill Clinton í kosningabaráttunni 2008.
Hillary Clinton og Bill Clinton í kosningabaráttunni 2008. Reuters

Bill Clinton telur sig hafa fundið öruggust leiðina til að aðstoða Hillary eiginkonu sína við að greiða kosningaskuldirnar sem hlóðust upp í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árin 2007 og 2008. Hann hefur stofnað lottó með sjálfan sig í verðlaun.

Í tölvupósti, sem sendur hefur verið til milljóna manna sem studdu Hillary í kosningabaráttunni, spyr Clinton: „Hvernig litist þér á að fá tækifæri til að koma til New York og eyða deginum með mér?" Fram kemur á vef breska blaðsins The Times, að þeir sem vilja hitta Clinton þurfi aðeins að greiða litla upphæð, eða um 5 dali, og þá eru þeir komnir í pottinn. 

The Times segir, að árslaun Clintonhjónanna hafi árið 2007 verið 109 milljónir dala, jafnvirði 14 milljarða króna, aðallega fyrir ræðuhöld og bókaskrif. En þau virðist hins vegar frekar láta venjulega Bandaríkjamenn greiða eftirstöðvar kosningaskuldarinnar 771 þúsund dali, en taka sjálf upp veskið.

Kostnaðurinn við framboð Hillary er talinn hafa verið 25,2 milljónir dala og hún lánaði framboðinu sjálf 13 milljónir dala, sem verða væntanlega afskrifaðar. Hillary sóttist eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins en tapaði fyrir Barack Obama sem síðan var kjörinn Bandaríkjaforseti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir