Jack Harris, 86 ára gamall Breti, hefur í sjö ár unnið að því að setja saman púsluspil með 5000 púslum. Hann uppgötvaði sér til skelfingar um daginn að eitt púsl vantar í myndina.
Það var tengdadóttir Harris sem gaf honum púsluspilið um jólin 2002. Hann hefur síðan unnið að því að púsla því saman. Nú er hins vegar komið í ljós að eitt púsl vantar til að hægt sé að ljúka við myndina.
Harris er búinn að leita um allt hús að púslinu. Fjölskylda hans óttast að það sé glatað. Búið er að hafa samband við framleiðandann sem segir að framleiðslu á þessu púsluspili hafi verið hætt fyrir nokkru.
Talið er líklegt að púslinu hafi verið hent fyrir mistök eða að annar að tveimur hundum Harris hafi étið púslið.