Kynda pítsuofna með líkkistum

Pítsur bakaðar í Napólí.
Pítsur bakaðar í Napólí.

Ítalskir saksóknarar eru að rannsaka hvort pítsuofnar í Napolí hafi verið kyntir með eldivið úr líkkistum, sem grafnar voru upp úr kirkjugörðum í borginni.  

Ítalska blaðið Il Giornale segir frá þessu í dag. Fram kemur, að lögreglu gruni að þúsundir lítilla pítsustaða og bakaría í borginni noti gamlar líkkistur sem eldivið fyrir brennsluofna. Segir blaðið, að glæpaflokkur kunni að hafa grafið kisturnar upp og selt veitingastöðum sem ódýran eldivið.

Þjófar eru oft á ferð í grafreitum Napolíborgar. Á síðasta ári var yfir 5000 blómapottum stolið úr kirkjugörðum.

Pítsa er upprunnin í Napolí og eru fyrstu heimildir um þennan vinsæla rétt frá byrjun 18. aldar. Margheritapítsur voru fyrst bakaðar í borginni árið 1889 en þjóðsagan segir að Margherita drottning af Savoy hafi beðið einn af pítsugerðarmönnum borgarinnar að búa til rétt fyrir almenning. Niðurstaðan var pítsa með grænu basil, hvítum mossarellaosti og rauðum tómötum, sem eru fánalitir Ítalíu.

Áætlað er að 25 þúsund pítsustaðir séu á Ítalíu. Þar starfa um 150 þúsund manns og veltan er áætluð 5,3 milljarðar evra, jafnvirði 870 milljarða króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar