Lögsækir farsímafyrirtækið vegna framhjáhalds

Konan krefst 600 þúsund Kanadadala í skaðabætur
Konan krefst 600 þúsund Kanadadala í skaðabætur Reuters

Kanadísk kona, sem var eiginmanni sínum ótrú, hefur höfðað mál gegn farsímafyrirtæki sem hún skipti við þar sem hún ásakar félagið um að hafa komið upp um framhjáhald hennar. Greint er frá þessu í kanadískum fjölmiðlum í dag. Krefst eiginkonan ótrúa þess að fá 600 þúsund Kanadadollara í skaðabætur, 76 milljónir króna, frá símafyrirtækinu.

Gabriella Nagy, 35 ára, byggir skaðabótakröfuna á símafyrirtækið, Rogers Wireless, að það hafi brotið á friðhelgi einkalífs hennar og brotið samning við hana, samkvæmt frétt  Canwest fréttastofunnar.

Samkvæmt dómsskjölum segist Nagy hafa óskað eftir því við símafyrirtækið að það myndi senda reikning í hennar nafni á heimili hennar en þess í stað kom farsímareikningur hennar í sama umslagi og aðrir reikningar heimilisins frá félaginu, svo sem afnotagjöld sjónvarps, netnotkun og heimasíminn. Allt á nafni eiginmannsins.

Eiginmaðurinn fylltist grunsemdum þegar hann tók eftir því að eiginkonan hringdi mjög oft í eitt ákveðið símanúmer og eftir að hafa hringt í það númer varð hann þess vísari að konan hafði verið honum ótrú með eiganda símanúmersins um nokkrra vikna skeið. Eiginmanninum var nóg boðið og yfirgaf Nagy og börn þeirra hjóna í ágúst 2007.

„Framhjáhaldinu var lokið" segir Nagy í viðtali við Canwest. Hún ásakar símafyrirtækið fyrir að bera ábyrgð á því að hjónaband hennar rann út í sandinn. Hún hafi treyst þeim fyrir persónulegum upplýsingum og þeir hafi ekki verið traustsins verðugir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar