Sagði að Englandsdrottning væri látin

Elísabet II Englandsdrottning er í fullu fjöri.
Elísabet II Englandsdrottning er í fullu fjöri. Reuters

Breska ríkisútvarpið BBC baðst í dag margfaldlega afsökunar á ummælum útvarpsmanns, sem sagði í útvarpsþætti að Elísabet Englandsdrottning væri látin.

Plötusnúðurinn Danny Kelly, sem er með þátt á BBC WM í Birmingham lék breska þjóðsönginn í þættinum í gær og sagðist síðan þurfa að tilkynna að Elísabet Englandsdrottning væri látin.

Talsmaður BBC sagði í dag að Kelly hefði verið að vísa til efnis á vefsíðu sinni um netvini sína. Ummælin hefðu hins verið óviðurkvæmileg og BBC hefði gripið til aðgerða vegna þeirra. Talsmaðurinn vildi hins vegar ekki upplýsa hvaða aðgerðir það væru.

Á vef BBC kemur fram, að Kelly er 39 ára gamall lærður matreiðslumaður og fyrrum bílasali. Hann sé kjaftagleiður og hafi afar einkennilegan húmor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir