Baráttufólk gegn nýjum innflytjendalögum í Arizona ríki í Bandaríkjunum hafa fengið fræga teiknimyndapersónu sem tákn fyrir baráttu sína. Það er engin önnur en Dóra landkönnuður en hún hefur kennt milljónum bandarískra barna einföld spænsk orðatiltæki í þætti sínum á Nickelodeon.
Fjölmargir vefir birta nú lögreglumyndir af henni þar sem Dóra er með risastórt glóðarauga. Meintur glæpur hennar er sagður að hafa farið ólöglega yfir landamæri og veita viðnám við handtöku.