Vill ekki heita eftir bíl

Rafbíllinn Zoe Renault er á hugmyndastigi.
Rafbíllinn Zoe Renault er á hugmyndastigi.

Frönsk stúlka, Zoe Renault, hefur höfðað mál á hendur bílaframleiðandanum Renault vegna nýs hugmyndabíls, Zoe Renault. Um 30.000 franskar stúlkur heita þessu nafni en frú Renault óttast að líf hennar verði að martröð fari svo að bíllinn fari í fjöldaframleiðslu. Stríðnisglósum muni rigna yfir hana.

„Ég gæti ekki umborið að heyra „Zoe er biluð“ eða „Við þurfum að fara með Zoe í viðgerð““ var haft eftir stúlkunni í franska dagblaðinu Le Parisien, í lauslegri þýðingu á íslensku.

Lögmaður frú Renault, David Koubbi, hefur skrifað forstjóra Renault, Carlos Ghosn, bréf þar sem þess er krafist að annað nafn verði fundið á hugmyndabílinn Zoe Renault, rafbíl sem ekki mun losa neinar gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftið.

Fram kom í yfirlýsingu frá Renault að fyrirtækið hefði skilning á áhyggjum stúlkunnar. Það lagði hins vegar áherslu á að nafnið hefði aðeins verið gefið hugmyndabíl og að framhaldið væri því óljóst á þessu stigi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir