Verðmætasta frímerki heims skiptir um eigendur

Verðmætasta frímerki heims.
Verðmætasta frímerki heims.

Verðmætasta frímerki heims, gult þriggja skildinga merki sem prentað var í Svíþjóð árið 1857, skipti um eigendur í gærkvöldi þegar það var selt á uppboði í Genf. Hvorki var upplýst um eigendur né verð.

Frímerkið, sem nefnt er Treskilling Yellow, var prentað fyrir mistök í örk 8 skildinga frímerkja, sem voru gul. 3 skildingamerkin voru hins vegar græn. Var merkið það eina, sem prentað var í gulum lit.

Sænskur skóladrengur fann frímerkið árið 1885 þegar hann var að leita að frímerkjum til að selja fyrir vasapeninga. Frá þeim tíma hafa ýmsir frímerkjasafnarar eignast frímerkið og einnig þýskur aðalsmaður og belgískur auðjöfur.

Merkið var síðast selt árið 1996, fyrir  2,875 milljónir svissneskra franka, sem svarar til um 320 milljóna króna. 

Uppboðshaldarar fyrirtækisins David Feldman, þar sem frímerkið var boðið upp í gær, vildu ekki gefa upp söluverð en sögðu að frímerkið væri enn verðmætasta frímerki í heimi.  „Félagar í samtökum keyptu merkið eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri traust fjárfesting á þessum umbrotatímum," segir í tilkynningu frá David Feldman. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir