Ræningjar sem hugðust sprengja sér leið inn í banka í þorpinu Malliss í norðurhluta Þýskalands hafa líklega verið með bilaða reiknivél þegar þeir voru að reikna út hvað þeir þyrftu mikið af sprengiefni til að komast að fjárhirslunum. Bankinn er nú rjúkandi rúst.
Þeir létu til skarar skríða að næturlagi og það eina sem stóð heilt var peningakassinn. Talið er að bankaræningjarnir hafi ekki haft neitt upp úr krafsinu, að því er fram kemur í þýskum fjölmiðlum.
Engan sakaði í sprengingunni. En nærliggjandi bílar og hús skemmdust.
Lögreglan rannsakar nú málið. Hún telur að bófarnir hafi komið sprengiefninu fyrir við aðalinnganginn. Mögulega hafi sprengjan verið búin til úr bensíni eða kolvetnisgasi.
Sendibifreið fannst í nágrenni bankans og er talið að ræningjarnir hafi ætlað að nota hann til að flytja peningakassann.