Ber af sér sakir

Sumir hafa tekið upp á því að hjóla naktir eða …
Sumir hafa tekið upp á því að hjóla naktir eða renna sér léttklæddir á hjólaskautum. Reuters

Er lög­legt að ganga um nak­inn í Sviss? Það á eft­ir að koma í ljós en það er nú í verka­hring sviss­neskra dóm­stóla að kveða upp úr­sk­urð. Þetta er í fyrsta sinn sem tek­ist er á um nekt­ar­göng­ur í rétt­ar­sal frá því yf­ir­völd í kantón­unni App­enzell tóku upp á því að sekta berrassaða göngu­menn í fyrra. Þá var kynnt ný lög­gjöf sem bann­ar slíkt at­hæfi.

Upp­hafs dóms­máls­ins má rekja til manns sem var sektaður fyr­ir að ganga um í Adamsklæðum í App­enzell í fyrra. Hann neitaði að borga sekt­ina og áfrýjaði.

Um­rædd­ur göngumaður var sektaður eft­ir að sjón­ar­vott­ur kvartaði und­an því að maður­inn væri að ganga um alls­ber fyr­ir fram­an sam­eig­in­legt úti­vist­ar­svæði og fram hjá kristi­legu hjúkr­un­ar­heim­ili, þar sem marg­ir sáu hann.

App­enzell nýt­ur mik­illa vin­sælda meðal fólks sem vill ganga um nakið. Íbúar í kantón­unni eru hins veg­ar allt annað en sátt­ir, enda íbú­ar trú­rækn­ir og mjög íhalds­sam­ir. Svo íhalds­sam­ir reynd­ar að kon­ur fengu ekki að taka þátt í kosn­ing­um fyrr en árið 1990.

Yf­ir­völd í App­enzell von­ast til þess að ný lög­gjöf muni koma í veg fyr­ir frek­ari nekt­ar­göng­ur.

Sá galli er hins veg­ar á gjöf Njarðar að sam­kvæmt sviss­nesk­um lög­um þá telst það ekki vera glæp­ur að vera nak­inn fyr­ir fram­an annað fólk. Af þeim sök­um ákvað göngumaður­inn að leita rétt­ar síns.

Fjöl­miðlar segja að framund­an séu löng og kostnaðar­söm rétt­ar­höld. Málið geti jafn­vel endað hjá hæsta­rétti lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er hálf löðurmannlegt að velta öðrum upp úr veikleikum sínum. Farðu eftir tilfinningu þinni um að þú eigir að koma þér í betra form.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er hálf löðurmannlegt að velta öðrum upp úr veikleikum sínum. Farðu eftir tilfinningu þinni um að þú eigir að koma þér í betra form.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason