Ísbílastefið ósmekklegt vopn gegn glæpum

Írskum yfirvöldum þykir ekki við hæfi að beita ísbílastefi gegn …
Írskum yfirvöldum þykir ekki við hæfi að beita ísbílastefi gegn vandræðaunglingum.

Lögregluþjónn í Norður-Írlandi hefur verið ávíttur fyrir að binda endi á skemmdarverk nokkurra ungmenna með afar óviðeigandi hætti, að mati yfirvalda. Lögregluþjónninn var kallaður til úthverfis í borginni Lisburn, þar sem hópur um 15 unglinga hafði tekið upp á því að grýta flöskum í Land Rover bifreið.

Ónefndur lögreglumaður segir BBC að kollegi hans hafi ákveðið að bregðast við aðstæðum með húmorinn að vopni og þannig hafi málið verið leitt til lykta. Yfirmenn lögreglunnar líta málið hinsvegar alvarlegum augum, en lögreglumaðurinn notaði hljóðkerfi lögreglubílsins til að spila kunnuglegt stef fyrir ungmennin, nefnilega einkennisstef ísbíla.

„Ungmennin hættu að kasta flöskum þegar þau heyrðu tónlistina. Hinsvegar telja lögregluyfirvöld að þetta hafi ekki verið viðeigandi aðgerð og hefur lögreglumaðurinn fengið tiltal frá yfirmanni," segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lisburn. Þingmaður Sinn Fein flokksins, Angel Nelson, brást einnig ókvæða við og lét hafa eftir sér í breskum fjölmiðlum að hegðun lögreglumannsins væri með ólíkindum.

„Lögreglan í Norður-Írlandi er á götunum til að sinna alvarlegum verkum og það er að halda uppi reglu og uppræta andfélagslega hegðun. Þetta hljómar eins og sjúkur brandari. Þetta er andstætt öllu því sem við erum að reyna að útrýma."

Ólíklegt verður að teljast að lögreglumaðurinn muni aftur beita fyrir sig ísbílastefinu eftir þessar afleiðingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir