Sofnaði í flugvél og komst ekki út

Talað er um að mörg fyrirtæki vilji halda í viðskiptavini …
Talað er um að mörg fyrirtæki vilji halda í viðskiptavini sína. Það að hleypa þeim einfaldlega ekki út er ein leið. Reuters

Kona sem sofnaði í kvöldflugi á milli Washington og Fíladelfíu, og vaknaði ekki fyrr en um fjórum klukkutímum eftir að vélin var lent, hefur höfðað mál á hendur United Airlines. Hún segist ekki hafa komist út úr vélinni.

Ginger McGuire var steinsofandi þegar vélin lenti á alþjóðaflugvellinum í Fíladelfíu klukkan 00:27. Hún rumskaði ekki þegar farþegarnir yfirgáfu vélina, sem var 50 sæta.

Starfsmenn, sem voru byrjaðir að þrífa vélina, vöktu konuna um fjórum klukkustundum seinna. Henni var hins vegar haldið inni í vélinni á meðan alríkislögreglumenn gengu úr skugga um að hún væri ekki hryðjuverkamaður. 

Fram kemur í kærunni að McGuire hafi verið haldið inni í vélinni með ólögmætum hætti og að þetta hafi valdið henni sálrænum kvölum. Þá sakar hún flugfélagið um vanrækslu.

Talsmaður United Airlines segir flugfélagið vera með málið til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup