Norður-kóreskur ofurdrykkur

Ekki fylgir sögunni hvort Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi prófað …
Ekki fylgir sögunni hvort Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi prófað drykkinn. Reuters

Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sigri hrósandi yfir nýjum „ofurdrykk“ sem á að geta fjölgað heilafrumum og stöðvað öldrun húðarinnar.

Í drykknum eru andoxunarefni og 60 snefilefni sem eru fengin úr rúmlega 30 plöntutegundum. Frá þessu greinir KCNA, sem er ríkisfréttastofa N-Kóreu.

Fram kemur að áhrif drykkjarins séu bæði fyrirbyggjandi og græðandi. Með því að fjölga heilafrumum bæti drykkurinn andlega líðan og hressir upp á minnið.

Þá kemur hann jafnframt í veg fyrir hrukkumyndum og bletti. Drykkurinn magnaði á einnig að geta komið í veg fyrir ýmsa algenga sjúkdóma, s.s. hjartasjúkdóma.

Drykkurinn kemur úr smiðju ríkisfyrirtækisins Moranbong Carbonated Fruit Juice Joint Venture, sem býr einnig til kolsýrða drykki með ávaxtabragði.

Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að drykkurinn hafi gefist vel á meðal starfsmanna sem vinna í orkuverum, málmbræðslu og á sjúkrastofnunum.

Þá segir KCNA að kaupsýslumenn, m.a. frá Kína og Þýskalandi, hafi sýnt drykknum mikinn áhuga, þegar hann var kynntur á ráðstefnu í Pjongjang í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir