Stafsetningarfluga stefnir á hjartaskurðlækninn

Anamika Veeramani sigraði stafsetningarkeppnina með stæl.
Anamika Veeramani sigraði stafsetningarkeppnina með stæl. AP

14 ár gömul bandarísk stúlka frá Ohio vann í gær árlega stafsetningarkeppni sem nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Anamika Veeramani landaði sigrinum með því að stafa rétt læknisfræðiheitið „stromuhr", en það er heiti yfir tæki sem notað er til að mæla blóðflæði.

Verðlaunin sem Anamika uppsker eru um 40.000 Bandaríkjadala virði auk þess sem hún hlýtur hinn eftirsótta titil sem 273 þátttakendur kepptust um í ár. Stafsetningarkeppnin sem kallast Spelling Bee, eða Stafsetningarflugan, nýtur vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum, ekki síst eftir útgáfu heimildarmyndarinnar Spellbound. Úrslitakeppnin stóð í 3 daga og fór fram í Washington.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Anamika tekur þátt í keppninni, því í fyrra lenti hún í fimmta sæti. Átta Bandaríkjamenn af indverskum uppruna hafa unnið keppnina á síðustu 12 árum. Helstu áhugamál hennar eru golf og dans og hún stefnir á að fara í Harvard til að læra að verða hjartaskurðlæknir. Þrír helstu keppinautar hennar duttu út þegar þeir gátu ekki stafað orðið „juvia“ rétt, en það er heiti á brasilískri hnetu.

Vinningsorðin síðustu 5 ár eru stöfuð með eftirfarandi hætti:

2010: Stromuhr
2009: Laodicean
2008: Guerdon
2007: Serrefine
2006: Ursprache
2005: Appoggiatura

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar