Afgreiddi 303 konur á klukkustund

Förðunarmeistarinn Rick DiCecca komst í Heimsmetabók Guinness þegar hann litaði varir á 303 konum á einni klukkustund. Geri aðrir betur.

DiCecca, sem starfar fyrir snyrtivörufyrirtæki Estee Lauder, varð að fylgja ákveðnum reglum svo hann gæti fengið metið skráð. En hann varð að bera litinn jafnt á bæði efri og neðri vör. Og þá mátti hann ekki lita út fyrir varirnar. Í stuttu máli sagt þá var allt fúsk bannað.

DiCecca var að vonum ánægður með árangurinn, en gamla metið var 180 varir á einum klukkutíma.

„Mér þykir það frábært að hafa slegið metið. Ég var ekki viss, en þegar við fórum yfir 180 komst ég á flug og eftirleikurinn var auðveldur,“ segir hann. 

Fulltrúi frá Heimsmetabók Guinness var á staðnum og sá til þess að öllum reglum hafi verið fylgt eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar