Afgreiddi 303 konur á klukkustund

Förðunarmeistarinn Rick DiCecca komst í Heimsmetabók Guinness þegar hann litaði varir á 303 konum á einni klukkustund. Geri aðrir betur.

DiCecca, sem starfar fyrir snyrtivörufyrirtæki Estee Lauder, varð að fylgja ákveðnum reglum svo hann gæti fengið metið skráð. En hann varð að bera litinn jafnt á bæði efri og neðri vör. Og þá mátti hann ekki lita út fyrir varirnar. Í stuttu máli sagt þá var allt fúsk bannað.

DiCecca var að vonum ánægður með árangurinn, en gamla metið var 180 varir á einum klukkutíma.

„Mér þykir það frábært að hafa slegið metið. Ég var ekki viss, en þegar við fórum yfir 180 komst ég á flug og eftirleikurinn var auðveldur,“ segir hann. 

Fulltrúi frá Heimsmetabók Guinness var á staðnum og sá til þess að öllum reglum hafi verið fylgt eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir