Ólafsfirðingar ósáttir við nýjan lit

Sigurbjörg ÓF1 í rauða litnum
Sigurbjörg ÓF1 í rauða litnum Af vef Rammans

Ólafsfirðingar eru ekki á eitt sáttir við þá ákvörðun útgerðarfélagsins Ramma að ætla að mála Sigurbjörgu ÓF1 í sama lit og er á öðrum skipum Rammans. Alls hafa 176 mótmælt þessu á Facebook síðu sem hefur verið sett upp í mótmælaskyni við áform Rammans. Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins.

„Þeir sem til þekkja vita  að Ólafsfirðingar hafa mikinn áhuga á skipum sínum og útgerð enda  er fólki óvíða betur ljóst  mikilvægi sjávarútvegs fyrir byggðarlag sitt.

Gott dæmi um þetta er að nú hafa 176 manns mótmælt litabreytingu á Sigurbjörgu ÓF 1 á fésbókinni, en eins og við sögðum frá er nú verið að mála skipið með sama rauða lit og er á öðrum skipum Rammans.

Áður var Sigurbjörgin blá og ljóst er að sitt sýnist hverjum um þessa breytingu.  Við vonum bara að það fiskist á rauða litinn ekki síður en á þann bláa," segir á vef Rammans.

 Facebooksíðan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir