Sumarfríið 2017 verður eins og í vísindaskáldsögu

Reuters

Innan nokkurra ára mun efnafólki standa til boða að gleyma amstri dagsins í fimbulköldu og framandi umhverfi þar sem litlar líkur eru á að rekast á vinnufélagana.

Verðmiðinn fyrir fríið verður ekki á færi láglaunafólks.

Þrjátíu daga dvöl í Bigelow-geimstöðinni mun kosta rétt tæplega 25 milljónir dala, eða sem svarar 3,3 milljörðum króna, á mann, að því er fram kemur í fréttaskýringu um stöðina á vef New York Times.

Bigelow-geimstöðin mun heita eftir auðkýfingnum Robert Bigelow sem efnaðist stórlega á rekstri hótelkeðjunnar Budget Suites of America, keðju sem markaði sér sérstöðu með því að bjóða upp á ódýr herbergi með eldhúsi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar