Ráðherra kláms

Shane Jones
Shane Jones

Fyrrum ráðherra Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, Shane Jones, hefur viðurkennt að hafa fært kostnað vegna leigu á klámmyndum á hótelum sem kostnað í starfi. Jones þótti um tíma líklegur til þess að verða forsætisráðherra landsins en þegar flokkur hans tapaði meirihluta á þingi árið 2008 hefur hann verið í stjórnarandstöðu.

Shane Jones notaði kreditkort ráðherraembættis síns til þess að greiða fyrir alls tuttugu klámmyndir auk annars persónulegs kostnaðar. „Í sannleika sagt þá er ég ekki sjúkur í kynlíf eða kynlífsþræll eða eitthvað því um lík. En raunveruleikinn er sá að ég horfði á bláar myndir. Ég ætla ekki að neita því," sagði Jones við fréttamenn í morgun og bætti við „Ég þarf greinilega að horfa meira á BBC."

Jones segist hafa endurgreitt um 5 þúsund nýsjálenska dali, tæplega hálfa milljón króna, til baka á árinu 2008 en viðurkenndi í dag að það hafi verið rangt að nota kort ráðherra til þess að greiða fyrir persónuleg útgjöld. „Það er ekkert til að hreykja sér af að vera þekktur sem ráðherra kláms ... en það er það sem þeir segja, ég verð að staðfesta það," sagði Jones í viðtali við Ríkisútvarp Nýja-Sjálands.

Hann hefur hins vegar engan hug á að segja af sér sem þingmaður þrátt fyrir að hafa orðið uppvís að því að nýta kortið í eigin þágu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir