Ráðherra kláms

Shane Jones
Shane Jones

Fy­r­rum ráðherra Verkamannafl­okks­ins á Nýja-Sjálandi, Shane Jones, hef­ur viðurkennt að hafa fært kostnað vegna leigu á klá­m­m­y­ndum á hó­t­elum sem kostnað í sta­r­fi. Jones þótti um tíma lí­kleg­ur til þess að verða fors­æt­is­ráðherra lands­ins en þegar flokkur hans tapaði mei­ri­hluta á þingi árið 2008 hef­ur hann verið í stjórnarandstöðu.

Shane Jones notaði kr­ed­itk­ort ráðherra­em­bætt­is síns til þess að greiða fy­r­ir alls tutt­u­gu klá­m­m­y­nd­ir auk ann­ars pers­ónu­legs kostnaðar. „Í sannleika sagt þá er ég ekki sjú­kur í ky­nlíf eða ky­nlí­fsþræll eða eitt­hvað því um lík. En raunver­uleikinn er sá að ég horfði á bláar my­nd­ir. Ég ætla ekki að neita því," sagði Jones við frétt­a­menn í mor­g­un og bætti við „Ég þarf greini­lega að horfa meira á BBC."

Jones seg­ist hafa end­u­r­greitt um 5 þúsund nýs­jálenska dali, tæÂ­plega hálfa milljón kr­óna, til baka á árinu 2008 en viðurkenndi í dag að það hafi verið rangt að nota kort ráðherra til þess að greiða fy­r­ir pers­ónu­leg út­gjöld. „Það er ekk­ert til að hr­ey­kja sér af að vera þekkt­ur sem ráðherra kláms ... en það er það sem þeir segja, ég verð að staðfesta það," sagði Jones í viðtali við Ríkis­út­va­rp Nýja-Sjálands.

Hann hef­ur hins vegar eng­an hug á að segja af sér sem þing­maður þrátt fy­r­ir að hafa orðið uppvís að því að nýta kortið í eig­in þágu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebast­i­an Ri­c­hels­en
3
Árni Þór­arinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Guðrún J. Magnúsd­óttir
5
Jónína Leósd­óttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebast­i­an Ri­c­hels­en
3
Árni Þór­arinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Guðrún J. Magnúsd­óttir
5
Jónína Leósd­óttir