Miklir Apple aðdáendur giftu sig á dögunum. Þeim tókst að innleiða iPad og iPhone í brúðkaupsathöfn sína en þau lásu ástarheit sín af iPad skjá og gerir brúðguminn sér lítið fyrir og kíkir á Facebook í lok athafnar.
Brúðurin beið þolinmóð eftir brúðguma sínum sem uppfærði svokallaða stöðu sína á Facebook og Twitter, því næst reisti hann iPhone símann sinn við og tók hann mynd af eiginkonu sinni. Kossinn mætir afgangi.