Kastaði hvolpi í Vítisengla

Það er ekki sniðugt að kasta litlum hvolpum í fólk. …
Það er ekki sniðugt að kasta litlum hvolpum í fólk. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Þýskur námsmaður olli gríðarlegri umferðarteppu í Bæjaralandi eftir að hafa reitt Vítisengla til reiði. Hann sendi þeim fingurinn og kastaði svo hvolpi í þá. Já, þið lásuð rétt. Hann komst undan með því að stela jarðýtu.

Lögreglan í Þýskalandi sagði í gær að námsmaðurinn, sem er 26 ára gamall, hefði skilið jarðýtuna eftir á versta stað skammt frá bænum Allerhausen. Það olli fimm kílómetra langri umferðarteppu. Hann flúði heim til sín þar sem lögreglan hafði svo hendur í hári hans.

„Það liggur ekki fyrir hvers vegna hann ákvað að kasta hvolpi í Vítisengla,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Hann bætti við að neminn hefði átt við þunglyndi að stríða.

Hvolpurinn er nú í öruggum höndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson