Starfsmenn Southwest Airlines fundu illa innpökkuð höfuð í farangursrými flugvélar í síðustu viku. Eftir að þau tilkynntu atvikið til lögreglu voru höfuðin send til líkskoðara.
Líkskoðarinn sagði um sendinguna: „ Höfuðin voru í plastboxum með lokum sem ekki voru loftþétt, þau voru illa merkt til að gefa upplýsingar um innihald boxins.“
Frekari rannsókn málsins leiddi í ljós að sendingin var ætluð taugaskurðlæknum til að rannsaka eyru, nef og háls aðgerðir.
Talsmaður læknastofnunarinnar sagðist hafa pantað fjögur höfuð og 40 höfuðhluta með eyrum.