Stærsti gullpeningur í heiminn verður brátt settur á uppboð í Vín í Austurríki eftir að fjárfestingarfyrirtæki sem átti peninginn varð gjaldþrota. Peningurinn, sem er frá árinu 2007, er metinn á eina milljón dala. Það er hins vega búist við því að hann verði sleginn á fjórar milljónir dala.
Hann vegur 100 kíló og er 53 cm í þvermál. Sérfræðingar segja að hann sé úr hreinu gulli, sem er mjög mjúkt. Það hafi því orðið að þróa nýjar aðferðir til að búa til gullpening af þessari stærð.