Leitaði að salerni en fann enska landsliðið

Joseph kom skoðunum sínum á enska landsliðinu á framfæri við …
Joseph kom skoðunum sínum á enska landsliðinu á framfæri við David Beckham. Reuters

Stuðningsmaður enska landsliðsins sem fór inn í búningsklefa liðsins eftir leik Englands og Alsírs, segist hafa verið að leita að salerninu þegar hann gekk óvart inn í búningsherbergið í Green Point knattspyrnuleikvanginum.

Pavlos Joseph segir í samtali við breska blaðið Sunday Mirror að hann hafi óvart gengið inn í klefann. Stuðningsmenn landsliðsins voru ósáttir við spilamennsku sinna manna sem gerðu aðeins 0-0 jafntefli í leiknum.

Joseph nýtti tækifærið þegar hann var kominn inn í klefann og lét David Beckham vita að stuðningsmenn landsliðsins hefðu greitt háar fjárhæðir til að ferðast til Suður-Afríku í þeim tilgangi að styðja við bakið á landsliðinu. Hann sagði við Beckham að spilamennska liðsins hefði verið til skammar.

Joseph, sem er 32 fjármálaráðgjafi frá London, segist hafa verið að bíða eftir frændum sínum og föður fyrir utan leikvanginn þegar hann ákvað að bregða sér á salernið. Hann segir að sér hafi verið bent á að fara inn göng sem leikmennirnir notuðu og fyrr en varir var hann kominn inn í búningsklefann.

„David Beckham stóð beint fyrir framan mig. Ég tók eftir honum í gráu jakkafötunum sínum. Ég vildi nýta tækifærið og segja við hann hversu mikið við, aðdáendur hans, værum ónægðir,“ segir hann.

„Ég sagði við hann: „David, við höfum eytt háum fjárhæðum til að koma hingað. Þetta var til skammar og hvað hyggst þú að gera?“,“ sagði Joseph.

„Hann horfði bara á mig steini lostinn. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja.“

Hann segir að þegar Beckham hafi ætlað að spyrja sig hver hann væri þá hafi starfsmenn FIFA komið að sér. Allir í búningsklefanum hafi horft á sig

„Ég sagði: „Ég heiti Pavlos og ég er bara að leita að salerninu“,“ sagði enski stuðningsmaðurinn.

Svipur þessara stuðningsmanna enska landsliðsins í knattspyrnu, sem horfðu á …
Svipur þessara stuðningsmanna enska landsliðsins í knattspyrnu, sem horfðu á leik Englands og Alsírs, segir allt sem segja þarf um stöðu mála. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan