Hershöfðingi í vanda vegna Eyjafjallajökuls?

Eyjafjallajökull í ham.
Eyjafjallajökull í ham. Ragnar Axelsson

Bandaríski hershöfðinginn Stanley McChrystal hefur verið boðaður á fund Barack Obama, Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem höfð voru eftir honum og aðstoðarmönnum hans í tímaritinu Rolling Stone. Í þeim kom fram gróf gagnrýni á Obama og aðra í ríkisstjórn hans.

Því hefur verið haldið fram að McChrystal hafi alls ekki gert ráð fyrir því að það sem sagt var endaði á síðum tímaritsins. Hann hafi hitt blaðamann þess, Michael Hastings, í Evrópu á sama tíma og gosið í Eyjafjallajökli stóð sem hæst og flugvellir um alla álfuna voru lokaðir.

Fyrir vikið hafi hershöfðinginn eytt mun lengri tíma með Hastings en upphaflega stóð til og ekki gert sér grein fyrir því að allt væri tekið upp sem hann og aðstoðarmenn hans sögðu. Ef rétt reynist er ljóst að áhrif gossins í Eyjafjallajökli gætir ansi víða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan