Í tilefni þess að á morgun er Jónsmessan, mun Hafíssetrið á Blönduósi bjóða öllum sem heita Jón, frítt inn á Hafíssetrið þann dag. Hafíssetrið hvetur fleiri fyrirtæki til að bjóða öllum með nafnið Jón frítt inn í tilefni dagsins, að því er segir í tilkynningu.
„Á Hafíssetrinu má fræðast um sögu hafís við landið og áhrif hans á land og þjóð. Ljósmyndir, video, ljóð og texti segir söguna um „landsins forna fjanda“ á fræðandi og skemmtilegan hátt.
Hvítabjörn, sem gekk á land við Hraun á Skaga 2008, er til sýnis og er sérstakur hluti hússins tileinkaður hvítabjörnum og líferni þeirra."