Mína mús til liðs við nasista

Veggspjald frá galleríinu vegna sýningarinnar í haust
Veggspjald frá galleríinu vegna sýningarinnar í haust

Eigandi listagallerís í Póllandi á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna veggspjalds sem sýnir Mínu mús nakta fyrir neðan hakakross nasista. Um er að ræða auglýsingu fyrir sýningu sem verður haldin í haust í galleríinu.

Veggspjaldið hefur farið mjög í taugarnar á sumum íbúum bæjarins Poznan en það er hengt upp við hliðina á bænahúsi gyðinga í bænum.

„Fyrir mig er þetta talsvert áfall og jafnvel enn meira fyrir fólk sem man eftir seinni heimstyrjöldinni og einkum og sér í lagi þá sem þjáðust á þeim tíma," segir bæjarfulltrúinn Norbert Napieraj.

Í seinni heimstyrjöldinni var bænahúsinu lokað af nasistum og breytt í sundlaug fyrir þýska hermenn.

Starfsmenn embættis saksóknara grandskoða nú veggspjaldið en verkið heitir Nazisexymous og er eftir ítalska listamanninn Max Papeschi. Ef verkið þykir stuðla að fasisma þá á eigandi gallerísins yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan