Til snarpra orðaskipta kom á milli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra og Per Sanderud, forseta Eftirlitsnefndar EFTA, á fundi EFTA ríkjanna í Reykjavík í dag. Snérist deilan um Icesave en svo virðist sem Sanderud hafi talið að Íslendingar ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar. Reiddist Össur Sanderud og hvessti sig við Sanderud sem svaraði í sömu mynt og kallaði Össur eldfjall, samkvæmt frásögn Aftenposten af fundinum.
Össur segir í samtali við Aftenposten að Sanderud hafi farið yfir strikið gagnvart Íslandi í umræðu um Icesave. Hann hafi sakað Íslendinga um að vilja ekki greiða. Það er ekki rétt hjá honum, segir Össur í samtali við Aftenposten.