Stuðuðu níræða, rúmliggjandi ömmu

Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu.
Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu. Reuters

Banda­rísk yf­ir­völd hafa verið ásökuð um að beita raf­byssu á rúm­liggj­andi, níræða konu. Barna­barn kon­unn­ar hringdi í neyðarlín­una þegar það fór að hafa áhyggj­ur af því að amma sín hefði ekki tekið lyf­in sín. Í stað lækn­is kom tylft vopnaðra lög­reglu­manna til bjarg­ar.

Þegar gamla kona, Lona Vernon, skipaði lög­reglu­mönn­un­um að koma sér úr húsi sínu, brugðust þeir illa við. Lög­reglumaður­inn Thom­as Dur­an á, að sögn, að hafa ákveðið að frú Vernon væri árás­ar­gjörn. Því næst skipaði hann að hún yrði stuðuð.

Barna­barnið, Lonnie Tinsley, á þá að hafa hrópað, ótta­slegið: „Ekki stuða ömmu mína!“

Því næst munu lög­reglu­menn­irn­ir hafa hótað Tinsley með raf­byss­un­um sín­um. Að lok­um var ráðist á hann og hann fjar­lægður úr her­berg­inu. Var hon­um fleygt í gólfið, hann hand­járnaður og sett­ur inn í lög­reglu­bíl. Eft­ir að lög­reglu­menn­irn­ir höfðu af­greitt Tinsley, sneru þeir sér aft­ur að ömm­unni.

Sam­kvæmt skýrslu lög­reglu­manns­ins Dur­an, mun frú Vernon þá hafa tekið sér árás­ár­gjarna stöðu í sjúkra­rúmi sínu. Til að tryggja ör­yggi lög­reglu­manns­ins, eins og Dur­an komst að orði, steig ann­ar lög­reglumaður á súr­efn­is­slöngu gömlu kon­unn­ar uns hún fór að missa and­ann. Þá tók þriðji lög­reglumaður­inn til þess ráðs að stuða hana með raf­byssu, en skotið á að hafa geigað eitt­hvað. Sá fjórði skaut ömm­una aft­ur, í þetta skiptið í bring­una. Í kjöl­farið fylgdi gríðarleg­ur sárs­auki, enda mik­il raf­spenna í skot­inu. Að lok­um leið yfir frú Vernon.

Eft­ir að amm­an hafði verið stuðuð var hún hand­tek­inn. Eiga lög­reglu­menn­irn­ir að hafa gert það með slíku offorsi, að viðkvæm húð frú Vernon hlaut blæðandi sár.

Eft­ir að sár­in höfðu gróið á spít­ala í ná­grenn­inu var Lona lokuð inni á geðdeild að kröfu lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell