Dáinn maður sannar að hann sé á lífi

Claude er sprelllifandi
Claude er sprelllifandi

Claude Pretorius, frá Suður Afríku, var fyrir mistök skráður látinn hjá yfirvöldum og hefur reynt síðastliðin fjögur ár að sanna tilvist sína. Árið 2006 ætlaði Claude að sækja um vegabréf þegar hann uppgötvaði að hann var skráður látinn.

„Þeir sögðu mér að ég gæti ekki sótt um vegabréf sökum þess að ég væri dáinn," sagði Claude við blaðið The Star.

Fékk hann í framhaldi af því eiðsvarna yfirlýsingu frá lögreglunni sem staðfesti að hann væri á lífi og fékk þá nýtt persónunúmer svo hann gæti keypt sér bíl.

Vandamálið kom upp á ný á síðasta ári þegar hann reyndi að skrá bíl sinn hjá umferðadeild.

„Stöðu minni hafði enn á ný verið breytt," sagði hann.

„Hvernig er hægt að kaupa bíl en þegar ég ætla að skrá hann er ég yfirlýstur látinn?"

Eiginkona hans hefur ekki getað hjálpað en hún var opinberlega skráð ekkja hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir