Bílslys varð á Colorado Grand Valley svæðinu á sunnudagsnóttu er kona keyrði ofan í skurð. Sagðist hún hafa séð vampýru á miðjum veginum, orðið skelkuð og bakkað bílnum í skurð. Konan slapp ómeidd frá vampýrunni og slysinu en eiginmaður hennar kom á slysstað og ók henni heim. Vitni á slysstað sáu ekki vampýruna og lögreglunni tókst ekki að hafa hendur í hári hennar. Einnig sagðist lögreglan ekki telja að eiturlyf eða áfengi hafi tengst slysinu.