Rúblum rigndi í Rússlandi

Frá Moskvu.
Frá Moskvu. Reuters

Rússneskur embættismaður er sagður hafa kastað seðlabúntum út um bílglugga þegar alríkislögreglan veitti honum og yfirmanni hans eftirför. Að sögn rússneskra yfirvalda eru embættismennirnir, sem störfuðu í Mosku, sakaðir um að hafa þegið mútur.

Rússneski fréttaþátturinn Vesti sýndi myndir af því þegar lögreglan safnaði saman rúblum sem lágu á hraðbraut í Moskvu. Fram kemur að Boris Simonov hafi reynt að losa sig við 10 milljónir rúblna þegar alríkislögreglan veitti honum eftirför. Bílferðin endaði hins vegar ill þegar hann missti stjórn á Cadillac-bifreið sinni og klessti á.

Í þættinum var sýnt hvernig rússneskir alríkislögreglumenn voru búnir að handjárna mennina sem lágu á götunni við hliðina á bílnum, sem er sagður hafa kostað sjö milljónir rúblna.

Simonov og yfirmaður hans, Roman Postnikov, eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá kaupsýslumönnum sem seldu fiskveiðileyfi í vatnsbólum rétt utan við Moskvuborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir