Heimsins stærsta kaka að falli komin

Því miður fannst ekki mynd af kökunni góðu í myndasafni …
Því miður fannst ekki mynd af kökunni góðu í myndasafni Reuters þannig að Eiffel turninn verður að nægja Reuters

Kökuturn sem átti að verða stærsta kaka heims, 7,82 metrar á hæð, entist einungis í einn dag. Það var ekki vegna þess hversu sælkerar voru sólgnir í hana sem hún féll heldur hitabylgja í Parísarborg.

Það var því útlit fyrir að rífa þyrfti turn án hungurs, Tour sans Faim, í kvöld þar sem turninn minnti mest á skakka turninn í Písa en nokkuð annað. Enda hefur verið heitt í París í dag, yfir þrjátíu stig í forsælu, og kakan frekar lin og óstöðug, að sögn byggingameistaranna.

Kakan var sýnd opinberlega Cite de l'Architecture í gær og átti hún að endast í fjóra daga. Til allrar lukku komu starfsmenn frá Guinness til að meta kökuna strax í gær  þannig að hún ætti að komast í bókina góðu.

Alls voru notuð 628 kg af hveiti, 508 kg af sykri, 350 egg og 18 kg af smjöri í kökuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar