Fjögurra ára gamall drengur má þakka fyrir að vera á lífi, eftir að hann féll út um glugga á sjöttu hæð í Zagreb, höfuðborg Króatíu. Þarlend blöð greina frá málinu í dag.
Drengurinn fótbrotnaði þegar hann lenti á runnum fyrir neðan, en meiddist ekki mikið að öðru leyti.
„Þetta gerðist allt bara á nokkrum sekúndum á meðan konan mín var inni á baðherbergi. Barnið klifraði upp á ofn, hallaði sér út um gluggann og það versta sem gat gerst gerðist,” segir faðir barnsins, við dagblaðið Jutarnji List, þegar hann lýsir atvikinu.
„Við erum í áfalli,” segir hann enn fremur.
Ekki er greint frá nafni drengsins litla, nema að því leyti að upphafsstafir hans eru N.M. Fallið sem hann lifði af eru heilir fimmtán metrar. Hann lenti á runnum fyrir framan íbúðablokkina en þar fann nágranni fólksins hans og hringdi strax á sjúkrabíl.
Lögreglan í Zagreb vinnur að rannsókn málsins.