Hundurinn læsti bílnum

Lögreglan í Borgarfirði þurfti um helgina að aðstoða menn, sem komust ekki inn í bíl sinn. Ferfættur farþegi, hundur af chihuahua-kyni, hafði læst bílnum og komust mennirnir ekki inn.

Fram kemur á vef Skessuhorns, að lögreglan hafi fengið tilkynningu um að tveir menn væru í hörku deilum og létu ófriðlega utan við fólksbíl við þjóðveginn sunnan Hafnarfjalls.

Segir á vefnum, að lögreglan hafi farið á staðinn og þá kom í ljós að mennirnir tveir voru læstir úti og farþegi í bílnum neitaði að opna og setti bara upp hundshaus, sama hvar þeir skömmuðust í honum.

Lögreglunni tókst að opna bílinn og hleypa farþeganum út sem gelti þá án afláts enda feginn að komast út.  „Komnar voru á fullar sættir á milli aðila þegar lögreglan yfirgaf vettvanginn," segir Skessuhorn.

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir