Páll fallinn í ónáð

Páll valdi skelina úr spænska kassanum í gærmorgun.
Páll valdi skelina úr spænska kassanum í gærmorgun. Reuters

Kolkrabbinn Páll reyndist sannspár þegar hann spáði spænskum sigri í viðureign Þjóðverja og Spánverja í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Þýska þjóðin snérist hins vegar gegn Páli eftir spádóminn og vildu sumir að kolkrabbanum yrði breytt í sjávarréttasalat.

Páll er tveggja ára kolkrabbi, sem býr í sædýrasafni í þýsku borginni Oberhausen. Starfsmenn sædýrsafnsins tóku upp á því árið 2008 að láta Pál velja sér skel úr tveimur kössum, sem merktir voru Þýskalandi og andstæðingum í væntanlegum landsleikjum. Fullyrt er að Páll hafi spáð rétt fyrir um úrslitin í öll skipti nema eitt, þegar Þjóðverjar og Spánverjar mættust á Evrópumótinu árið 2008. Þá fékk hann sér skel úr glerkassanum, sem merktur var Þýskalandi en Spánn vann.

Páll spáði rétt fyrir um alla leiki Þjóðverja á HM og því brá Þjóðverjum í brún þegar hann valdi sér úr kassanum með spænska fánanum. Að sögn blaðsins Der Western fylltust Facebook- og Twitter-síður af ummælum sem lýstu vandlætingu á Páli og lögðu sumir til að kolkrabbinn yrði steiktur, grillaður eða breytt í sjávarréttasalat eða paellu. Aðrir vildu henda honum í hákarlabúrið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup