Fimleikadeild Ármanns stendur fyrir fjáröflun til styrktar skóla í Gvatemala sem varð illa úti í fellibylnum Agötu sem nýlega reið yfir landið.
Hluti af verkefninu er að ganga á höndum niður Laugaveginn og var myndin tekin þar sem fimleikafólk æfði sig í gær.
Áhugasamir geta farið og hvatt þau til dáða en þau leggja af stað frá Hlemmi stundvíslega klukkan 14:00 í dag.