Kýrskýr niðurstaða

Segja má að drátturinn hafi verið út úr kú.
Segja má að drátturinn hafi verið út úr kú. Reuters

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt stjórnvöld í Lúxemborg til að greiða bónda 17.500 evrur (tæpar þrjár milljónir króna) í skaðabætur vegna dómsmáls sem hefur staðið yfir í 12 ár. Málið snerist um stolna kú.

„Það er óviðunandi  að málaferli í svona einföldu máli hafi staðið yfir í rúm 11 ár,“ segir dómstóllinn.

Árið 1998 fór bóndinn Gustave Rausch í mál við nágranna sinn sem hann sakaði um að hafa stolið kúnni. Rausch hélt því auk þess fram að nágranninn hefði með ólögmætum hætti breytt skráningarnúmeri kýrinnar. 

Ellefu árum og sjö mánuðum síðar var bóndinn enn að bíða eftir niðurstöðu.

Hann fékk að lokum nóg og lagði fram kvörtun við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg, sem tók undir það sjónarmið að það hafi tekið allt of langan tíma að komast að niðurstöðu í málinu.

Dómstólinn benti sérstaklega á að málið væri ekki flókið. Ríkinu var því gert að greiða bóndanum skaðabætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan