Mörgæs á vappi í Dublin

Frændur Kelli.
Frændur Kelli.

Lögregla í Dublin á Írlandi rannsakar nú hvernig tókst að ræna mörgæsinni Kelli úr dýragarði borgarinnar í morgun. Fuglinn fannst á vappi í miðborginni í dag.

Talið er að hópur manna hafi brotist inn í dýragarðinn um klukkan 8 í morgun og haft mörgæsina á brott með sér. Að sögn írskra fjölmiðla virðast þeir hafa sett fuglinn í poka og borið hann inn í leigubíl sem þeir stöðvuðu skammt frá dýragarðinum. Þeir sögðu bílstjóranum að kanína væri í pokanum.

Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til en talið er að um einhverskonar hrekk hafi verið að ræða. Hvorki lögreglu né stjórnendum dýragarðsins er hins vegar skemmt þótt ekki sé takið að Kelli hafi orðið meint af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan