Páfagaukur spáir Hollendingum sigri

Kolkrabbinn Páll, sem spáð hefur rétt fyrir um úrslit í knattspyrnulandsleikjum Þjóðverja, hefur vakið alþjóðlega athygli. En fleiri dýr virðast gædd svipaðri spádómsgáfu, þar á meðal páfagaukurinn Mani, sem sagður er hafa spáð rétt fyrir um hvaða úrslit kæmust í undanúrslit og úrslit HM.

Mani, sem er sjö ára gamall páfagaukur frá Malasíu, hefur vakið mikla athygli í Singapúr þar sem hann býr. Er Mani sagður hafa spáð því, að Holland, Úrúgvæ, Þýskaland og Spánn kæmust í undanúrslit, að Holland og Spánn leiki til úrslita og nú hefur hann einnig spáð Hollendingum sigri, að sögn spámannsins Munniyappan, sem á gauksa.

Mani er einnig sagður vera naskur við að sá fyrir um lottótölur og aðra óorðna hluti. Eftir að spádómsgáfa hans komst í fréttirnar í Singapúr hefur fólk flykkst að veitingahúsinu Komali Vilas þar sem hann hefst við í búri fyrir utan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar