Páll sest í helgan stein

Kolkrabbinn Páll önnum kafinn við spádóma.
Kolkrabbinn Páll önnum kafinn við spádóma. Reuters

Kolkrabbinn Páll, sem spáði rétt fyrir um úrslit leika í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og öðlaðist heimsfrægð fyrir, mun nú setjast í helgan stein.

„Hann mun nú draga sig í hlé úr sviðsljósinu og gera það sem honum þykir skemmtilegast: að leika við gæslumenn sína og gleðja börn sem koma og heimsækja hann," sagði Tanja Munzig, talsmaður sædýrasafnsins í Oberhausen í Þýskalandi.

Páll spáði rétt fyrir um sjö leiki Þjóðverja í mótinu og einnig spáði hann því að Spánverjar myndu hreppa heimsmeistaratitilinn.

Tvennum sögum fer af aldri og uppruna Páls. Sædýrasafnið segir að hann sé tveggja og hálfs árs og sé því að komast á eftirlaunaaldur kolkrabba, sem verða sjaldnast eldri en þriggja ára. Þjálfari Páls sagði hins vegar í blaðaviðtali í gær, að kolkrabbinn hefði veiðst undan ströndum Ítalíu nú í vor og þá hefði hann verið mánaðar gamall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka