Fór á „hestbak“ á krókódíl

Það er án efa best að leyfa krókódílum að vera …
Það er án efa best að leyfa krókódílum að vera í friði. Myndin er úr safni og sýnir einn stærsta krókódíl heims, sem er sex metra langur og vegur yfir eitt tonn. Reuters

Ölvaður Ástrali slapp lifandi eftir að hafa gert tilraun til þess að komast upp á bak á fimm metra löngum krókódíl sem kallast „Fituhlunkurinn“.

Lögreglan segir að maðurinn, sem er 36 ára gamall, hafi tekið upp á því að príla yfir girðingu að dýragarði, eftir honum hafði verið vísað út af krá í borginni Broome í norðvesturhluta landsins. Atvikið gerðist í seint í gærkvöldi.

„Hann klifraði fyrst inn á svæði með tveimur kvenkyns krókódílum, áður en hann nálgaðist fimm metra langt karldýr sem kallast Fituhlunkurinn,“ segir lögreglan um athafnir mannsins.

Dýrið beit manninn í hægri fótlegg þegar hann reyndi að setjast á það.  Honum tókst hins vegar að forða sér og komast aftur á öldurhúsið, þaðan sem hringt var eftir aðstoð.

Kráareigandinn Mark Phillips segir að maðurinn hafi komið aftur um klukkan 23 að staðartíma með ljótt svöðusár. Það hefði verið ljóst að krókódílinn hefði náð vænum bita. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Eigandi garðsins segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa lifandi. Krókódílinn sé engin smásmíði en hann vegi um 800 kíló og geti hæglega drepið manneskju í einni tilraun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan